Sigurður Þórðarson
Sigurður Þórðarson
STARFSEMI og afrakstur voru Ríkisendurskoðun hagfelld á árinu 2007,“ segir Sigurður Þórðarson ríkisendurskoðandi í formála ársskýrslu Ríkisendurskoðunar fyrir 2007. Í lok seinasta árs sýndi höfuðstóll 45,8 milljóna kr.

STARFSEMI og afrakstur voru Ríkisendurskoðun hagfelld á árinu 2007,“ segir Sigurður Þórðarson ríkisendurskoðandi í formála ársskýrslu Ríkisendurskoðunar fyrir 2007. Í lok seinasta árs sýndi höfuðstóll 45,8 milljóna kr. afgang, sem er 11% af fjárheimild ársins. Tekjuafgangur á árinu var sjö milljónir.

„Ástæða þessarar uppsöfnunar er sú að ekki hefur verið ráðið í öll störf sem losnað hafa eða gert var ráð fyrir vegna fyrirhugaðra viðbótarverkefna. Minna vinnuframlagi hefur verið mætt með aukinni skilvirkni starfsmanna. Miðað við fjárlagagrunn 2008 munu uppsafnaðar fjárheimildir ekki vera nýttar og mun ég óska eftir því við Alþingi að ónýttar fjárheimildir fyrri ára lækki um 30 [milljónir kr.]. Að teknu tilliti til þess verða þær innan þeirra 4% marka sem reglugerð um framkvæmd fjárlaga kveður á um,“ segir Sigurður.