Rétt tímasetning. Norður &spade;KD76 &heart;543 ⋄D7 &klubs;ÁD86 Vestur Austur &spade;G94 &spade;Á10832 &heart;9872 &heart;D ⋄K1092 ⋄G8 &klubs;72 &klubs;KG954 Suður &spade;5 &heart;ÁKG106 ⋄Á6543 &klubs;103 Suður spilar 4&heart;.

Rétt tímasetning.

Norður
KD76
543
D7
ÁD86
Vestur Austur
G94 Á10832
9872 D
K1092 G8
72 KG954
Suður
5
ÁKG106
Á6543
103
Suður spilar 4.

Fjögur hjörtu voru spiluð á 13 borðum af 18 í Íslandsmótinu í tvímenningi. Nokkrir sagnhafar misstu vald á trompinu og fóru niður, flestir fengu 10 slagi eftir lauf út. Tveir sagnhafar fengu 11 slagi. Annar þeirra var Sveinn Rúnar Eiríksson, sem varð í öðru sæti með Hrólfi Hjaltasyni, fórnarlömbin voru sigurvegarar mótsins, Frímann Stefánsson og Reynir Helgason.

Útspilið var spaði á kóng blinds og ás austurs, sem spilaði spaða áfram. Styttingur hafinn, Sveinn ákvað að taka hann á sig strax – trompaði með sexunni, spilaði tígli að drottningu. Vestur stakk upp kóng og spilaði laufi, Sveinn drap með ás og henti 10 í D. Hann tók D og spilaði hjarta heim. Drottningin kom og nú var auðvelt að stinga tígul í borði og komast aftur heim til að taka trompin og tíglana.

Lykilspilamennskan er að trompa spaða í öðrum slag og tryggja þannig lipran samgang.