Gunnar Andersen
Gunnar Andersen
FULLTRÚAR Tryggingastofnunar ríkisins sóttu í gær í Stokkhólmi samnorræna ráðstefnu um bóta- og tryggingasvik.

FULLTRÚAR Tryggingastofnunar ríkisins sóttu í gær í Stokkhólmi samnorræna ráðstefnu um bóta- og tryggingasvik.

Gunnar Andersen framkvæmdastóri þróunarsviðs TR segir ráðstefnuna marka endapunktinn á vinnu norrænnar nefndar sem hefur frá ársbyrjun 2007 unnið að því að meta umfang bóta- og tryggingasvika og um leið rannsaka viðhorf almennings og starfsmanna tryggingastofnana.

Útbreiddur vandi

„Samstarfið hefur leitt í ljós að Norðurlöndin eru að fást við svipuð vandamál,“ segir Gunnar. „Það er m.a. sláandi í niðurstöðum nefndarinnar að það er mat starfsmanna sem hafa með réttindaákvarðanir og útgreiðslur að gera að bæði sé töluvert um bótasvik og að frekar auðvelt sé að svindla á kerfinu.“

Gunnar segir erfitt að leggja tölfræðilegt mat á umfang bótasvika. Í Svíþjóð hefur þó verið áætlað að umfang svika nemi 3% af heildarbótagreiðslum og önnur 6% greiðslna séu komin til vegna mistaka bótaþega eða stofnana. „Um töluverðar fjárhæðir er því að ræða ef staðan er sú sama í íslenska bótakerfinu, sem árlega veltir um 70 milljörðum króna,“ bætir Gunnar við.