[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
David Beckham opnaði markareikning sinn í bandarísku MLS-deildinni í fyrrinótt þegar LA Galaxy sigraði San Jose Earthquakes , 2:0. Beckham skoraði fyrra markið í leiknum á 8.
D avid Beckham opnaði markareikning sinn í bandarísku MLS-deildinni í fyrrinótt þegar LA Galaxy sigraði San Jose Earthquakes , 2:0. Beckham skoraði fyrra markið í leiknum á 8. mínútu eftir sendingu frá Landon Donovan og þeir höfðu svo hlutverkaskipti þegar Donovan skoraði eftir undirbúning Beckhams á 37. mínútu.

Harpa Dögg Steindórsdóttir hafnaði í 42. sæti og Sigrún Dís Tryggvadóttir í 50. sæti af 114 keppendum á Evrópumótinu í áhaldafimleikum í Frakklandi í fyrradag. Harpa Dögg náði að bæta sig í heildareinkunn frá því á Íslandsmótinu, fékk 45,975, og Sigrún Dís bætti sig í gólfeinkunn. Báðar keppa þær fyrir Gerplu í Kópavogi .

Fjórar stúlkur í viðbót, allar úr Gerplu, keppa í unglingaflokki á mótinu en það eru Thelma Rut Hermannsdóttir, Dóra Sigurbjörg Guðmundsdóttir, Tinna Óðinsdóttir og Linda Björk Árnadóttir . Thelma Rut stóð sig best, endaði hún í 44. sæti í samanlögðu, hlaut 49,9 stig og aðeins tveir Norðurlandabúar fyrir ofan hana. Íslenska sveitin varð í 22. sæti í keppninni með 139,35 stig, í öðru sæti af Norðurlandaþjóðunum en Finnar urðu í 17. sæti.

Karen Stupples frá Englandi er með eitt högg í forskot á Lorena Ochoa frá Mexíkó og Ai Miyazato frá Japan að loknum fyrsta keppnisdegi á fyrsta stórmóti ársins á LPGA-kvennamótaröðinni í golfi, Kraft Nabisco-meistarmótinu. Stupples sigraði á Opna breska meistaramótinu árið 2004 og hún gerði ekki mistök á fyrsta keppnisdeginum á Mission Hills- vellinum í Kaliforníu þar sem hún fékk fimm fugla og lék hún á 67 höggum.

Bandaríkjamaðurinn Andy Roddick lagði Roger Federer frá Sviss í átta manna úrslitum á ATP Masters-mótinu í tennis en Federer er í efsta sæti heimslistans. Roddick sigraði í þremur settum, 7:6, 4:6, 6:3.

Federer hefur ekki náð að fagna sigri á atvinnumóti í tennis á þessu ári en þetta er aðeins í annað sinn sem Roddick sigrar Federer en þeir hafa mæst 17 sinnum. Frá árinu 2000 hefur Federer ekki þurft að bíða eins lengi eftir fyrsta sigri ársins. Nikolay Davydenko frá Rússlandi og Roddick eigast við í undanúrslitum en í hinum undanúrslitaleiknum leika Rafael Nadal frá Spáni og Tékkinn Tomas Berdych .