Þúsundir manna komu saman í bandarísku borginni Memphis í gær til að minnst þess að fjörutíu ár væru liðin frá morðinu á Martin Luther King. Fólk safnaðist saman við Lorraine-mótelið þar sem hann var skotinn á hótelsvölum, 39 ára að aldri.

Þúsundir manna komu saman í bandarísku borginni Memphis í gær til að minnst þess að fjörutíu ár væru liðin frá morðinu á Martin Luther King. Fólk safnaðist saman við Lorraine-mótelið þar sem hann var skotinn á hótelsvölum, 39 ára að aldri. Forsetaframbjóðendurnir John McCain og Hillary Clinton mættu bæði á athöfnina. Talið er að friðsamleg barátta Kings fyrir borgaralegum réttindum blökkumanna hafi veitt milljónum manna innblástur.

Ræða Kings sem hann flutti í Washington 1963 og kennd er við orðin „Ég á mér draum“ er enn þann dag í dag talin ein sú áhrifamesta í mannkynssögunni. King hlaut friðarverðlaun Nóbels 1964, en var myrtur 4. apríl 1968 er hann var staddur í Memphis til að aðstoða sorphirðumenn við skipulagningu verkfalls. James Earl Ray var handtekinn tveimur mánuðum eftir morðið, ákærður og síðar sakfelldur fyrir morðið. Hann var dæmdur til 99 ára fangelsisvistar. atlii@24stundir.is