Vantar milljón „Það þarf svo lítið til að geta gert svo mikið. Þessi söfnun er fyrir munaðarleysingjahæli í Líberíu,“ segir Kolfinna Baldvinsdóttir um ljósmyndasýningu Iceaid-samtakanna í Ytri-Njarðvík.

Vantar milljón

„Það þarf svo lítið til að geta gert svo mikið. Þessi söfnun er fyrir munaðarleysingjahæli í Líberíu,“ segir Kolfinna Baldvinsdóttir um ljósmyndasýningu Iceaid-samtakanna í Ytri-Njarðvík. „Okkur vantar bara eina milljón til að ljúka verkinu.“ Myndirnar tók Írinn Pátraik Grant, stjórnarmaður í Iceaid. Kolfinna er nú framkvæmdastjóri Iceaid eftir að bróðir hennar, Glúmur, fór úr því starfi yfir til Þróunarsamvinnustofnunar á dögunum.