Baldur Guðnason
Baldur Guðnason
EIMSKIPAfélagið hefur keypt upp hlutafé Baldurs Guðnasonar, fyrrverandi forstjóra , í félaginu fyrir 2,6 milljarða króna.

EIMSKIPAfélagið hefur keypt upp hlutafé Baldurs Guðnasonar, fyrrverandi forstjóra , í félaginu fyrir 2,6 milljarða króna. Um er að ræða lokauppgjör vegna starfsloka Baldurs, 3,6% af heildarhlutafé félagsins, en eftir viðskiptin á Eimskip 5,5% í sjálfu sér.

Kaupverðið var 37,76 krónur á hlut, sem er samkvæmt kaupréttarsamningi við Baldur frá því fyrir um ári síðan. Lokaverð á bréfum Eimskips í kauphöllinni í gær var hins vegar þriðjungi lægra , eða 24,7 krónur. Hlutur Baldurs hefði því ekki kostað nema tæpan 1,7 milljarð á gengi gærdagsins.