Fjármál Framlög til markaðsátaks innan EES RÍKISSTJÓRNIN hefur gengið frá skipun nefndar til að ganga frá úthlutun á 50 milljón króna framlagi samkvæmt fjárlögum til markaðsátaks í löndum sem eru innan hins Evrópska efnahagssvæðis.

Fjármál Framlög til markaðsátaks innan EES

RÍKISSTJÓRNIN hefur gengið frá skipun nefndar til að ganga frá úthlutun á 50 milljón króna framlagi samkvæmt fjárlögum til markaðsátaks í löndum sem eru innan hins Evrópska efnahagssvæðis.

Samsvarandi framlag var einnig á fjárlögum síðasta árs til markaðsátaks á Evrópska efnahagssvæðinu og hefur ríkisstjórnin skipað sömu nefnd og sá um þessa úthlutun í fyrra. Auglýst verður eftir umsóknum um þessa styrki, en nefndin er skipuð fulltrúum utanríkisráðuneytis, landbúnaðar- og samgönguráðuneytis, sjávarútvegsráðuneytis og viðskiptaráðuneytis, auk fulltrúa Útflutningsráðs.