Reuter Deng kemur fram DENG Xiaoping, fyrrum leiðtogi kínverska kommúnistaflokksins, kom í gær fram í kínversku sjónvarpi í fyrsta skipti í eitt ár.

Reuter Deng kemur fram

DENG Xiaoping, fyrrum leiðtogi kínverska kommúnistaflokksins, kom í gær fram í kínversku sjónvarpi í fyrsta skipti í eitt ár. Mátti á myndunum sjá hvar Deng gekk inn í veislusal í Shanghai, studdur af tveimur dætrum sínum, til að fagna nýju kínversku ári. Hann heilsaði gestum og brosti en ekki mátti heyra rödd hans. Leiðtoginn gamli var mjög hrörlegur að sjá en fréttastofan Xinhua lagði mikla áherslu á við hve góða heilsu hann væri. Á myndinni má sjá Deng heilsa framkvæmdastjóra Kommúnistaflokksins í Shanghai og borgarstjóranum.