Reuter Spielberg eygir Óskarinn KVIKMYND Stevens Spielbergs, "Schindler's List", hefur fengið flestar tilnefningar vegna Óskarsverðlaunanna eða 12 talsins.

Reuter Spielberg eygir Óskarinn

KVIKMYND Stevens Spielbergs, "Schindler's List", hefur fengið flestar tilnefningar vegna Óskarsverðlaunanna eða 12 talsins. Var skýrt frá því í Los Angeles í gær en af öðrum myndum, sem hafa verið tilnefndar, má nefna "Flóttamanninn", "Í nafni föðurins", "Píanó" og "The Remains of the Day". Myndir Spielbergs, sem eru margar með þeim vinsælustu, sem gerðar hafa verið, hafa oft verið tilnefndar til Óskarsverðlauna en hann hefur alltaf farið heim af hátíðinni slyppur og snauður. Nú telja þó flestir víst, að hann muni ekki fara út tómhentur. Myndin er af Liam Neeson í hlutverki sínu sem Oskar Schindler en Neeson er tilnefndur sem besti karlleikarinn.