Format fyrir skemmtanaramma, skemmtanir, 103,7SKEMMTANIR og sunnanmanna eru í ýmsu formi. Það nýjasta mun vera hljómsveitin Alvara en liðsmenn hennar eru frá Akureyri og Reykjavík.

Format fyrir skemmtanaramma, skemmtanir,

103,7SKEMMTANIR

og sunnanmanna eru í ýmsu formi. Það nýjasta mun vera hljómsveitin Alvara en liðsmenn hennar eru frá Akureyri og Reykjavík. Í Alvörunni eru Ruth Reginalds, söngkona, Grétar Örvarsson, hljómborðsleikari, Jóhann Ásmundsson, bassaleikari, Kristján Edelstein, gítarleikari og Sigfús Óttarsson, trommuleikari, en þeir tveir síðastnefndu eru búsettir á Akureyri. Hljómsveitin hefur verið við æfingar í Reykjavík síðastliðna viku en er nú við æfingar á Akureyri. Fyrsti Alvöru-dansleikurinn verður í Sjallanum á Akureyri föstdaginn 11. febrúar og laugardaginn 12. febrúar mun hljómsveitin leika á Hótel Húsavík.

FJÖRUKRÁIN Hljómsveitin Gömlu brýnin leika fyrir dansi föstudagskvöldið 11. febrúar. Hljósmveitina skipa þeir: Einar Bragi, saxafónleikari, Sveinn Guðjónsson, hljómborðsleikari, Halldór Olgeirsson, trommuleikari, Páll E. Pálsson, bassaleikari, og Þórður Árnason, gítarleikari.

TVEIR VINIR Í kvöld, fimmtudagskvöld, föstudags- og laugardagskvöld stígur rokkhljómsveitin Black Out á svið. Þess má geta að þetta verða síðustu tónleikar hljómsveitarinnar því hún hyggur á plötugerð. Aðgangur er ókeypis.

ÖRKIN HANS NÓA verður í Keflavík um helgina og ætlar að leika á Ránni föstudags- og laugardagskvöld. Hljómsveitina skipa Arnar Freyr Gunnarsson, Sævar Árnason, Sigurður Ragnarsson, Helgi Víkingsson og Kristinn Gallagher.

PLÁHNETAN er á faraldsfæti sem endranær og leikur í bítlabænum Keflavík á föstudagskvöld, nánar tiltekið í veitingahúsinu Þotunni. Á laugardagskvöldinu leikur hljómsveitin á veitingahúsinu Kútter Haraldi á Akranesi.

BÓHEM Í kvöld, fimmtudagskvöld, verða tónleikar með rokkhljómsveitinni Strip Show. Meðlimir hljómsveitiarinnar eru Bjarki Þór Magnússon, trommur, Hallgrímur Oddsson, söngur, Sigurður Ragnarsson, bassi, og Ingólfur H. Ragnarsson, gítar. Hljómsveitin mun leika nýtt efni í bland við eldra. Sérstakir gestir verður hljómsveitin Super Oldies. Tónleikarnir hefjast kl. 22.30 og er aldurstakmark 18 ár. Á föstudagskvöldinu verður svokallað Borgarneskvöld en þá verða flutt ýmis skemmtiatriði sem eingöngu eru flutt af listamönnum úr Borgarnesi og ýmis fyrirtæki úr Borgarnesi kynna vöru sína. Hljómsveitin Draumalandið leikur fyrir dansi. Á laugardagskvöldið leika svo Milljónamæringarnir og Páll Óskar. Bóhem vill minna á að á Aðalstöðinni fer fram samkeppni um nýtt nafn á skemmtistaðnum vegna þeirra breytinga sem verða á rekstri skemmtistaðarins 25. febrúar nk. en þá opnar efri hæð hússins og stækkar staðurinn þá um helming.

HLÉGARÐUR Dansleikur verður í Hlégarði, Mosfellsbæ, laugardaginn 12. febrúar en þá leikur hljómsveitin Spoon fyrir dansi en hún hefur m.a. hitað upp fyrir Nýdanska. Aldurstakmark er 18 ár.

MILLJÓNAMÆRINGARNIR og PÁLL ÓSKAR eru á faraldsfæti þessa dagana. Föstudaginn 11. febrúar leika þeir félagar á Gjánni á Selfossi og er það í fyrsta sinn sem hljómsveitin kemur fram í núverandi mynd fyrir austan fjall. Laugardaginn 12. febrúar halda Milljónamæringarnir svokallaða "eldheita ananasveislu" á veitingastaðnum Bóhem. Milljónamæringana skipa: Páll Óskar Hjálmtýsson, Birgir Bragason, Jón Björgvinsson, Ástvaldur Traustason, Steingrímur Guðmundsson og Sigurður Jónsson.

HÓTEL ÍSLAND Föstudaginn 11. febrúar verður sérsýning á Jesus Christ Superstar, þar sem gestasöngvararnir Pálmi Gunnarsson (Júdas), Guðmundur Benediktsson (Jesús) og Harald G. Haralds (Heródes) koma fram ásamt nemendum úr Verslunarskóla Íslands. Á eftir sýningunni verður dansleikur. Hljómsveit skipuð þeim Þorvaldi B. Þorvaldssyni, Pálma Sigurhjartarsyni, Eiði Arnarsyni og Tómasi Gunnarssyni leikur fyrir dansi ásamt söngvurunum Andreu Gylfadóttur og Pálma Gunnarssyni. Laugardaginn 12. febrúar er önnur sýning Sumargleðinnar '94. Að lokinni skemmtun leikur hljómsveit Siggu Beinteins fyrir gesti.

LANDSLIÐIÐ Í KARAOKE stendur fyrir keppni föstudaginn 11. febrúar í veitingahúsinu Knudsen í Stykkishólmi. Laugardaginn 12. febrúar verður keppnin haldin í Félagsheimilinu Klifi, Ólafsvík. Landsliðið skipa þeir Jón Franz, kynnir, Einar Björnsson, tæknimaður, og sérstakur gestur er Þór Breiðfjörð.

GAUKUR Á STÖNG Í kvöld leikur hljómsveitin Örkin hans Nóa. Synir Raspútíns leika föstudags- og laugardagskvöld en á sunnudag og mánudag 13. og 14. febrúar leikur rokksveitin Jet Black Joe. Papar skemmta gestum þriðjudags- og miðvikudagskvöld.

ÁSLÁKUR MOSFELLSBÆ Á veitingastaðnum Ásláki leikur um helgina, föstudags- og laugardaskvöld, Tregasöngsveitin. Hljómsveitin notar kassagítara og tamborínur auk söngs til að koma tónlistinni til skila. Tregasöngsveitin spilar aðallega kántrítónlist, vinsælt rokk og slagara en auk þess er nokkuð af frumsömdu efni á efnisskránni.

HITT HÚSIÐ Föstudagskvöldið 11. febrúar verða rokktónleikar í Hinu húsinu. Fram koma sveitirnar Kenya, Moskvítsj og Nornin. Hljómsveitina Kenya skipa: Brynjar Már Valdimarsson, Árni Bergmann og Sigurður Valsson. Moskvítsj skipa: Gísli Árnason, Björn Viktorsson, Þorvaldur Einarsson og Páll Sæmundsson. Nornina skipa: Georg Tómasson, Valdimar Sigfússon, Guðni Hannesson og Kristján Ásvaldsson. Húsið verður opnað kl. 22 og standa tónleikarnir til kl. 1. Aðgangseyrir er 400 kr. og er miðað við ungmenni fædd '78 og fyrr.

Hljómsveitin Kenya sem er ein af þremur hljómsveitum er spila í Hinu húsinu á föstudagskvöld.