Fulltrúaráð sjálfstæðisfélaganna á Ísafirði Listi til bæjarstjórnarkosninga samþykktur FULLTRÚARÁÐ sjálfstæðisfélaganna á Ísafirði samþykkti með öllum greiddum atkvæðum framboðslista til næstu bæjarstjórnarkosninga 28. maí nk. á fundi á þriðjudagskvöld, í...

Fulltrúaráð sjálfstæðisfélaganna á Ísafirði Listi til bæjarstjórnarkosninga samþykktur

FULLTRÚARÁÐ sjálfstæðisfélaganna á Ísafirði samþykkti með öllum greiddum atkvæðum framboðslista til næstu bæjarstjórnarkosninga 28. maí nk. á fundi á þriðjudagskvöld, í samræmi við nýafstaðið prófkjör. Engar breytingar voru gerðar á níu efstu sætum miðað við prófkjörið.

Sjö nýir aðilar taka sæti á listanum, en hinir skiptast þannig að sex eru af núverandi Í-lista og fimm af D-lista. Listinn er þannig skipaður í réttri röð; Þorsteinn Jóhannesson, yfirlæknir, Halldór Jónsson, útgerðarstjóri, Kolbrún Halldórsdóttir, fiskvinnslukona, Pétur H.R. Sigurðsson, mjólkurbússtjóri, Ragnheiður Hákonardóttir, húsmóðir, Kristján Kristjánsson, umdæmistæknifræðingur, Björgvin A. Björgvinsson, flugafgreiðslumaður, Signý Rósantsdóttir, bankamaður, Marsellíus Sveinbjörnsson, smiður, Björn Jóhannesson, lögfræðingur, Bjarndís Friðriksdóttir, málarameistari, Helga Sigurgeirsdóttir, skurðstofuhjúkrunarfræðingur, Sævar Gestsson, sjómaður, Árni Friðbjarnarson, pípulagningameistari, Kristín Hálfdánardóttir, skrifstofumaður, Skarphéðinn Gíslason, skipstjóri, Kristján Jóakimsson, sjávarútvegsfræðingur og Einar Garðar Hjaltason, framkvæmdastjóri.