Opinn fundur með Ingibjörgu Sólrúnu VERÐANDI, samtök ungs alþýðubandalagsfólks og óflokksbundins félagshyggjufólks, gengst fyrir opnum fundi með Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur alþingismanni föstudaginn 11. febrúar.

Opinn fundur með Ingibjörgu Sólrúnu

VERÐANDI, samtök ungs alþýðubandalagsfólks og óflokksbundins félagshyggjufólks, gengst fyrir opnum fundi með Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur alþingismanni föstudaginn 11. febrúar.

Fundarefnið er: Framtíð félagshyggjunnar. Að lokinni framsögu Ingibjargar verða umræður. Fundurinn verður haldinn í húsakynnum Verðandi í Austurstræti 10a, 3. hæð, og hefst stundvíslega kl. 20.30. Fundarstjóri verður Guðríður Ólafsdóttir, háskólanemi.