Tölvuforrit um jarðfræði Íslands ÚT ER komið tölvuforrit um jarðfræði Íslands fyrir grunn- og framhaldsskóla eftir Sigurð Davíðsson, kennara. Forritið er samið fyrir Macintosh-tölvur.

Tölvuforrit um jarðfræði Íslands ÚT ER komið tölvuforrit um jarðfræði Íslands fyrir grunn- og framhaldsskóla eftir Sigurð Davíðsson, kennara. Forritið er samið fyrir Macintosh-tölvur. Þróunarsjóður grunnskóla styrkti gerð forritsins og Appleumboðið á Íslandi veitti einnig góða aðstoð. Karl Grönvold, jarðfræðingur hjá Norrænu eldfjallastöðinni, og Torfi Hjartarson, gagnasmiðju Kennaraháskólans, gáfu góð ráð varðandi efnistök og útlit.

Í fréttatilkynningu segir m.a.: "Markmiðið með forritinu er m.a. að dýpka skilning nemenda á ýmsum jarðfræðilegum fyrirbærum með því að nota myndræna framsetningu til skýringa og að nemendur fái tækifæri til að nema á sjálfstæðan hátt og á eigin hraða með aðstoð tölvutækninnar. Einnig er forritinu ætlað að sinna brýnni þörf á íslenskum kennsluforritum sem samin eru sérstaklega fyrir íslenskar aðstæður.

Forritið byggist upp á skýringarmyndum ásamt skýringartexta. Mikið er af hreyfimyndum en með því er hægt að sýna á skýran hátt t.d. hvernig eldfjöll byggjast upp, hvernig hverir gjósa o.s.frv. Í forritinu eru einnig litljósmyndir sem Námsgagnastofnun lagði til. Forritið sjálft stendur þó fyllilega fyrir sínu á tölvum sem ekki hafa litaskjái."

Höfundur forritsins er grunnskólakennari og starfar við Hjallaskóla í Kópavogi.

Forritið er gefið út af höfundi sjálfum og fæst í Skólavörðubúðinni og Apple-umboðinu. Verð þess er 8.900 kr. til skóla og 6.000 kr. til einstaklinga.