Vonskuveður víða um land ROK OG rigning ganga yfir landið árla dags í dag og er búist við að veðrið nái hámarki milli klukkan 6 og 9 fyrir hádegi sunnan- og vestanlands.

Vonskuveður víða um land

ROK OG rigning ganga yfir landið árla dags í dag og er búist við að veðrið nái hámarki milli klukkan 6 og 9 fyrir hádegi sunnan- og vestanlands.

Hjá Veðurstofunni fengust þær upplýsingar að vindhraði færi upp í 10 vindstig þegar mest lætur. Lægðin sem veldur veðrinu kemur að landinu suðvestanverðu. Verst verður veðrið til að byrja með á Suður- og Vesturlandi. Stórstreymt er og verður háflóð við suðurströndina um sjö-leytið. Þegar líður á daginn færist lægðin yfir landið og verður farið að hvessa á austanverðu landinu þegar líður á daginn.

Sjá veðurkort og spá á bls. 4.