HANDKNATTLEIKUR KA var stillt upp við vegg ­ sagði Sigurður Sigurðsson, formaður handknattleiksdeildar KA HVORKI fékkst niðurstaða um leikstað eða leiktíma úrslitaleikja bikarkeppninnar í handknattleik á fundi forráðamanna viðkomandi félaga með fulltrúum...

HANDKNATTLEIKUR KA var stillt upp við vegg ­ sagði Sigurður Sigurðsson, formaður handknattleiksdeildar KA

HVORKI fékkst niðurstaða um leikstað eða leiktíma úrslitaleikja bikarkeppninnar í handknattleik á fundi forráðamanna viðkomandi félaga með fulltrúum HSÍ í gær. KA vildi að mótaskráin stæði, en var stillt upp við vegg og fékk eins og hin liðin tíma til dagsins í dag til að skoða málið betur.

ins og greint var frá í blaðinu í gær óskaði HSÍ eftir að úrslitaleikur karlaliða FH og KA færi fram 5. mars og kvennaleikur ÍBV og Víkings 19. febrúar, en samkvæmt mótaskrá eiga leikirnir að vera 20. febrúar. Ósk HSÍ tengist samningi sambandsins við Sjónvarpið, sem getur ekki sjónvarpað beint frá báðum leikjunum 19. til 20. febrúar vegna Vetrarólympíuleikanna, en er tilbúið að taka leikina upp í skuld HSÍ frá 1990 til 1992, verði leikdögum breytt.

"Okkur var stillt upp við vegg," sagði Sigurður Sigurðsson, formaður handknattleiksdeildar KA, við Morgunblaðið í gærkvöldi. Hann sagði að menn hefðu skipst á skoðunum, en ekkert hefði verið ákveðið. "Margt mælir með óbreyttu ástandi og margt á móti, en við verðum að komast að niðurstöðu sem fyrst." Aðspurður um hvort KA gæfi eftir svaraði hann: "Ég veit það ekki."