STARFSEMI Þingeyingafélagsins í Reykjavík hefur verið með líku sniði og undanfarin ár. Gert hefur verið átak í söfnun nýrra félaga og eru nú á skrá félagsins tæplega 700 einstaklingar. Ákveðið hefur verið að halda þorrablót laugardaginn 12. febrúar nk. í...

STARFSEMI Þingeyingafélagsins í Reykjavík hefur verið með líku sniði og undanfarin ár. Gert hefur verið átak í söfnun nýrra félaga og eru nú á skrá félagsins tæplega 700 einstaklingar. Ákveðið hefur verið að halda þorrablót laugardaginn 12. febrúar nk. í Breiðfirðingabúð, Faxafeni 14 (fyrir ofan Bónus). Hver og einn kemur með sinn mat að norðlenskum sið. Blótið hefst kl. 20 og verður boðið upp á heimatilbúin skemmtiatriði. Miðaverð er 1.000 kr. en fyrir þá sem einungis koma á dansleik að loknum mat er verðið 700 kr.