Arafat segir samninginn kunna að glata trúverðugleika Wassenaar, Jerúsalem. Reuter.

Arafat segir samninginn kunna að glata trúverðugleika Wassenaar, Jerúsalem. Reuter.

YASSER Arafat, leiðtogi Frelsissamtaka Palestínu (PLO) sagði í gær að hætta væri á að friðarviðræðurnar við Ísrael glötuðu trúverðugleika sínum, fengju Palestínumenn ekki sjálfstjórnarsamning innan sex mánaða. Arafat, sem er heimsókn í Hollandi, segir að verði slíkur samningur ekki undirritaður, séu friðarviðræður Ísraela og Palestínumanna í hættu.

Arafat sagði að frá því að þjóðirnar undirrituðu samning í Kaíró fyrr í mánuðinum, hefðu ýmis ágreiningsatriði verið leyst. Enn væri þó deilt um öryggisgæslu og stærð sjálfsstjórnarsvæðisins við Jeríkó. Sagði Arafat að Ísraelar hefðu heitið því að láta lausa fleiri palestínska fanga í Ramadan, hinum heilaga mánuði múslima. Kvaðst hann ekki myndu undirrita lokasamning fyrr en tryggt væri að allir palestínskir fangar yrðu látnir lausir.

Ísraelar búast við stofnun Palestínuríkis

Ísraelar vísuðu í gær á bug ásökunum Arafats, sem birtust í dagblaðinu Jordan Times, þar sem hann fullyrðir að Ísraelar dreifi vopnum á hernumdu svæðunum til að auka á glundroðann á sjálfstjórnarsvæðum Palestínumanna á Gaza o í Jeríkó. Sakar hann foringja í Ísraelsher um vopnadreifinguna.

Í skoðanakönnun, sem birt var í ísraelska dagblaðinu Yedioth Ahronoth, kváðust tveir þriðju aðspurðra Ísraela gera ráð fyrir að ríki Palestínu verði stofnað í kjölfar samnings Ísraela og PLO.

Reuter

Gamlir vinir

YASSER Arafat, leiðtogi PLO, og Nelson Mandela, leiðtogi Afríska þjóðarráðsins hittust í Hollandi í gær. Arafat sagði að þar hefðu hist gamlir vinir en gaf ekkert upp um hvað þeir ræddu.