Lýst eftir vitnum LÖGREGLAN í Reykjavík lýsir eftir vitnum að árekstri sem varð milli tveggja fólksbifreiða á mótum Reykjanesbrautar og Smiðjustígs fyrir skömmu. Áreksturinn varð 7. febrúar kl. 17.

Lýst eftir vitnum

LÖGREGLAN í Reykjavík lýsir eftir vitnum að árekstri sem varð milli tveggja fólksbifreiða á mótum Reykjanesbrautar og Smiðjustígs fyrir skömmu.

Áreksturinn varð 7. febrúar kl. 17. Þá var Mazda-bifreið ekið suður Reykjanesbraut og Subaru-bifreið ekið austur Smiðjustíg og rákust bifreiðarnar saman á gatnamótunum. Þar eru umferðarljós og greinir ökumenn bifreiðanna á um stöðu þeirra. Því biður lögreglan vitni að árekstrinum að hafa samband.