Frumvarp um leigubílstjóra undirbúið NÝTT frumvarp til laga um leigubílstjóra hefur verið kynnt í ríkisstjórn á vegum samgönguráðuneytisins.

Frumvarp um leigubílstjóra undirbúið

NÝTT frumvarp til laga um leigubílstjóra hefur verið kynnt í ríkisstjórn á vegum samgönguráðuneytisins.

Frumvarpið tekur að sögn Þórhalls Jósepssonar, aðstoðarmanns samgönguráðherra, mið af dómi mannréttindadómstólsins um félagafrelsi, sem íslenskur leigubílstjóri höfðaði til þess að fá úr því skorið hvort hann yrði að vera í leigubifreiðastjórafélaginu Frama. Dómurinn úrskurðaði að svo væri ekki.

Að öðru leyti sagðist Þórhallur ekki geta tjáð sig um innihald frumvarpsins vegna þess að ráðherrar ættu eftir að gera athugasemdir við það og ekki væri enn ljóst í hvaða mynd frumvarpið yrði endanlega lagt fyrir alþingi til samþykktar.