SKÁKKEPPNI framhaldsskóla 1994 hefst í Faxafeni 12 föstudaginn 4. mars nk. kl. 19.30. Keppninni verður fram haldið laugardaginn 5. mars og lýkur sunnudaginn 6. mars.

SKÁKKEPPNI framhaldsskóla 1994 hefst í Faxafeni 12 föstudaginn 4. mars nk. kl. 19.30. Keppninni verður fram haldið laugardaginn 5. mars og lýkur sunnudaginn 6. mars. Fyrirkomulag er með svipuðu sniði og áður; hver sveit skal skipuð fjórum nemendum á framhaldsskólastigi (f. 1973 og síðar), auk 1­4 til vara. Tefldar verða sjö umferðir eftir Monrad-kerfi ef næg þátttaka fæst. Að öðrum kosti verður sveitum skipt í riðla en síðan teflt til úrslita. Umhugsunartími er ein klukkustund á skák fyrir hvern keppenda. Þátttöku í mótið má tilkynna í síma Taflfélags Reykjavíkur á kvöldin kl. 20­22. Lokaskráning verður fimmtudaginn 3. mars kl. 20­22.