Hróar Þór Ægisson ­ Minning Fæddur 3. nóvember 1993 Dáinn 28. janúar 1994 Hröð er förin örskömm dvöl á áningastað Verum því hljóð hver snerting er kveðja hinsta sinni (Birgir Sigurðsson) Það kemur dagur og líka nótt, þótt ótrúlegt sé heldur allt áfram, strætó gengur, við borðum, vöknum og sofum.

Nú er litli yndislegi drenguirnn okkar sofnaður og vaknar ekki aftur hjá okkur, hann vaknar á þeim áfangastað sem við vöknum öll þegar við sofnum svefninum langa.

Elsku Vallý og Ægir, við vitum að sorgin er óbærileg núna, megi guð gefa ykkur styrk til að umbera þessa miklu raun, smátt og smátt lærum við að lifa með sorginni og rifja upp yndislegu stundirnar með Hróari Þór.

Og munið það að við hittum hann aftur þegar okkar stund kemur.

Kristín, Haukur, Una Guðný.