Verkefni Fjármálaráðherra segir að þessi ríkisstjórn hækki ekki skatta á stuttum líftíma en stór viðfangsefni bíði næstu stjórnar m.a. um öflun tekna.
Verkefni Fjármálaráðherra segir að þessi ríkisstjórn hækki ekki skatta á stuttum líftíma en stór viðfangsefni bíði næstu stjórnar m.a. um öflun tekna. — Morgunblaðið/Ómar
Eftir Ómar Friðriksson omfr@mbl.is „AÐ sjálfsögðu tekur [ríkisstjórnin] ekki ákvarðanir í skattamálum á öndverðu fjárlaga- og skattaári, sitjandi í 80 daga eða hvað það nú verður,“ sagði Steingrímur J.

Eftir Ómar Friðriksson

omfr@mbl.is

„AÐ sjálfsögðu tekur [ríkisstjórnin] ekki ákvarðanir í skattamálum á öndverðu fjárlaga- og skattaári, sitjandi í 80 daga eða hvað það nú verður,“ sagði Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra við umræður um skattamál á Alþingi í gær. Tók hann af öll tvímæli um að ríkisstjórnin myndi ekki hrófla við sköttum á starfstíma sínum. Hins vegar væri undirbúningur undir fjárlög næsta árs og ríkisfjármálaramma til lengri tíma verkefni núverandi ríkisstjórnar og hefðbundinn undirbúningur fjárlaga væri að sjálfsögðu í gangi. „Og þá þarf að leita leiða til þess að brúa gríðarlegt bil milli tekna og gjalda ríkissjóðs, sem við stöndum frammi fyrir.“

Það var Ragnheiður Elín Árnadóttir, Sjálfstæðisflokki, sem hóf umræðuna og spurði ráðherrann um fyrirætlanir hans í skattamálum. Hvort til stæði að leggja á hátekjuskatt að nýju. Sagði hún mikla hættu á að slíkur skattur legðist á venjulegt vinnandi fólk, millitekjuhópana.