Staðan kom upp á ofurmótinu í Linares á Spáni sem stendur yfir þessa dagana. Heimsmeistarinn í skák, Viswanathan Anand (2791) frá Indlandi, hafði hvítt gegn hinum azerska Teimour Radjabov (2761) . 55. g5+! Kxg5 56.
Staðan kom upp á ofurmótinu í Linares á Spáni sem stendur yfir þessa dagana. Heimsmeistarinn í skák,
Viswanathan Anand (2791)
frá Indlandi, hafði hvítt gegn hinum azerska
Teimour Radjabov (2761)
.
55. g5+! Kxg5 56. Re7
hvítur spinnur nú mátnet og varð framhald skákarinnar eftirfarandi:
56...Kf6 57. Rd5+ Kg7 58. De5+ Kh6 59. Df6+ Kh7 60. Df7+ Kh6 61. Re7
og svartur gafst upp enda óverjandi mát. Mótinu í Linares lýkur 7. mars næstkomandi og meðan á því stendur er hægt að fylgjast með skákunum í beinni útsendingu á heimasíðu mótshaldaranna, http://www.ajedrez.ciudaddelinares.es/index.htm. Áskorendaeinvígi Veselins Topalovs og Gata Kamskys stendur einnig yfir þessa dagana í Búlgaríu og hægt er að fylgjast með því á vefslóðinni http://www.wccc2009.com/.