
Kötturinn sleginn úr tunnunni
ALLS kyns uppákomur eru haldnar um allt land í tilefni öskudagsins sem var í gær. Hérna sést hvar leikskólabörn í leikskólanum Undralandi á Flúðum slá í sælgætiskassa sem er fullur af blöðrum og sælgæti. Börnunum sem höfðu klætt sig í ýmis gervi, er ár hvert boðið í golfskálann á Efra-Seli á öskudaginn þar sem þeim er boðið upp á pitsu og ávaxtasafa. — Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson„Einræðisherra“ Íslands fallinn
JÆJA, húrra, fyrsti og eini „einræðisherra“ Íslands fyrr og vonandi síðar orðinn valdalaus eftir 27 ára valdatíð. Kæru Íslendingar, ég er 33 ára, ekki menntuð, þannig að ég þyki nú ekkert merkileg, en af hverju í öll þessi ár hefur Davíð Oddsson ráðið einu og öllu?Ég hef lengi haft sterka skoðun á þessu og ekki skilið af hverju við Íslendingar, víkingar með heitt blóð í æðum og heiðarleika í hjarta, höfum liðið þetta. Davíð hefur bara valið sér störf sem honum hentar, og grúppíur hans, sem sagt flokksmenn, ríka fólkið og fleira háttsett fólk sem átti að hafa okkar hag í huga, ekki hans.
Davíð gerir ríka ríkari og fátæka fátækari, enda bara lýður í hans huga. Ég var alin upp í fátækt. Það var alveg sama hvað foreldrar mínir unnu, það breytti engu, enda bara ómenntað fólk sem skipti engu. En jú, þau og þið eruð það sem skiptir öllu máli, sannir víkingar sem vinna fyrir laununum sem eru allt of lág.
Jæja, Dabba langar að verða forsætisráðherra. Skiljanlega, einræðisherrar gera það sem þeir vilja. Ég hélt nú að kallinn færi næst á Bessastaði, en Seðlabankinn, þriggja ára eftirlaunin og svo Bessastaðir.
Hann sýnir sína réttu hlið að taka við fleiri hundruð millum. Maður með velferð okkar í huga mundi afþakka þessa peninga og hjálpa til. Ég vona innilega að hann fái ekki okkar hjálp við að setjast á Bessastaði, eins og hann ætlar. Opnum augun og líðum aldrei aftur einræðisherra á okkar landi .
Lýðræðið er okkar. Lifi byltingin. Víkingar láta ekki vaða yfir sig.
Laufey G. Jóhannesdóttir, öryrki.
Óskað eftir nöfnum
KANNIST einhver við fólkið á þessari gömlu mynd þá vinsamlega hafið samband við Bergþóru Snæbjörnsdóttur Ottesen í síma 820-2649.Svarað í síma 5691100 frá 10-12