Segja má að sjónvarpsþáttur auglýsingafólksins sé þátturinn Mad Men sem nýlega var byrjað að sýna hér á landi en hann var verðlaunaður sem besti dramatíski sjónvarpsþátturinn á Emmy-verðlaunaafhendingunni í september síðastliðnum.

Segja má að sjónvarpsþáttur auglýsingafólksins sé þátturinn Mad Men sem nýlega var byrjað að sýna hér á landi en hann var verðlaunaður sem besti dramatíski sjónvarpsþátturinn á Emmy-verðlaunaafhendingunni í september síðastliðnum.

Blómstrandi iðnaður

Sögusvið þáttanna er New York á sjötta áratugnum þegar auglýsingaiðnaðurinn fór fyrst að blómstra og stórlaxar geirans urðu þekktir og áberandi líkt og frægir leikarar í dag. Þættirnir þykja ögrandi og sýna á raunsæjan hátt þá valdabaráttu sem auglýsingafólk heyr á Madison Avenue sem er nokkurs konar Wall Street auglýsingafólks í New York.