Jón Ólafsson
Jón Ólafsson
EKKERT hefur enn komið fram um hver fær að kaupa Senu, afþreyingarfyrirtæki, sem er í eigu Íslenskrar afþreyingar. Tilboð í Senu voru opnuð hinn 10.

EKKERT hefur enn komið fram um hver fær að kaupa Senu, afþreyingarfyrirtæki, sem er í eigu Íslenskrar afþreyingar. Tilboð í Senu voru opnuð hinn 10. febrúar síðastliðinn, en meðal þeirra sem skiluðu inn tilboðum var Jón Ólafsson í félagi við William Morris umboðsskrifstofuna. Í samtali við Morgunblaðið segir Jón að hann hafi enn ekkert heyrt um hvar söluferlið sé statt.

Auk Jóns munu þeir Árni Samúelsson, Þóroddur Stefánsson og Jón Diðrik Jónsson hafa skilað inn tilboðum. Innan Senu eru fjögur kvikmyndahús auk þess sem það sér um umboð og dreifingu afþreyingarefnis. bjarni@mbl.is