JÓN Baldvin Hannibalsson hefur tilkynnt þátttöku sína í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík.
JÓN Baldvin Hannibalsson hefur tilkynnt þátttöku sína í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík. Í tilkynningu frá honum segir að hann sækist eftir einu af átta efstu sætum á listanum en hann tiltekur ekki sérstakt sæti, í trausti þess að boðaðar breytingar á kosningalögum, er fela í sér rétt kjósenda til persónukjörs, nái fram að ganga. Þannig segir Jón að væntanlegir alþingismenn öðlist ótvírætt umboð kjósenda. Jón Baldvin var formaður Alþýðuflokksins frá 1984 til 1996 og sat á þingi fyrir flokkinn frá 1982 til 1998 eða þar til hann tók við stöðu sendiherra Íslands í Washington í Bandaríkjunum. Ellefu ár eru því síðan Jón Baldvin hafði bein afskipti af stjórnmálum síðast. ben@mbl.is