— Morgunblaðið/Golli
BÚAST má við miklum og heitum umræðum á Alþingi í dag þegar seðlabankafrumvarpið kemur til lokaumræðu eftir umdeilda afgreiðslu í viðskiptanefnd.
BÚAST má við miklum og heitum umræðum á Alþingi í dag þegar seðlabankafrumvarpið kemur til lokaumræðu eftir umdeilda afgreiðslu í viðskiptanefnd. Frumvarpið var fellt út af dagskrá bæði á mánudag og þriðjudag en stjórnarliðar ætla að kappkosta að fá það afgreitt sem lög í dag. Þingfundur hefst kl. 10:30.