MORGUNBLAÐIÐ hefur tekið upp nýtt fyrirkomulag við afgreiðslu greina frá frambjóðendum í prófkjörum og kosningum sem framundan eru.
Svo efninu verði sem best fyrir komið og til að liðka fyrir birtingu þess fer Morgunblaðið þess á leit að frambjóðendur stytti mál sitt þannig að hver grein verði ekki lengri en 2.000 tölvuslög með bilum.
Samhliða birtingu greina í blaðinu verður boðið upp á birtingu greina í ótakmarkaðri lengd á kosningavef mbl.is. Hægt er að fara á kosningavefinn beint af forsíðu mbl.is og verða þar ferskar upplýsingar og fréttir af öllu því sem hæst ber vegna kosninganna, sem fram eiga að fara 25. apríl næstkomandi.