ÞEGAR ég hlustaði fyrst á þessa plötu fannst mér hún hörmuleg, og bjóst ekki við að það myndi breytast. Við þriðju hlustun var hún þó farin að venjast sæmilega, en þó ekki þannig að ég fílaði hana almennilega.

ÞEGAR ég hlustaði fyrst á þessa plötu fannst mér hún hörmuleg, og bjóst ekki við að það myndi breytast. Við þriðju hlustun var hún þó farin að venjast sæmilega, en þó ekki þannig að ég fílaði hana almennilega. Liam Howlett, forsprakki Prodigy, getur bara svo miklu betur. Tónlistin er allt að því ofbeldishneigð á köflum, án þess að innistæða sé fyrir því. Bestu sprettina eiga þeir félagar þegar þeir hverfa aftur til upprunans; „old school“-stemningarinnar á fyrstu plötunni Experience þegar mýktin og harkan blönduðust svo vel saman. Það tekst þeim í besta lagi þessarar plötu, „Warrior's Dance“. Restin er í meðallagi.

Jóhann Bjarni Kolbeinsson