STARFSMENN banka og sparisjóða hér á landi eru ekki fleiri en voru í lok árs 2004. Þetta segir Friðbert Traustason, framkvæmdastjóri Samtaka starfsmanna fjármálafyrirtækja.

STARFSMENN banka og sparisjóða hér á landi eru ekki fleiri en voru í lok árs 2004. Þetta segir Friðbert Traustason, framkvæmdastjóri Samtaka starfsmanna fjármálafyrirtækja. Hann undrast að viðskiptaráðherra auki á óróann í ríkisbönkunum með því að segja þá of stóra eða of marga. Atgervisflótti bankastarfsmanna sé óumflýjanlegur undir þessari umræðu.

„Liggi fólk stöðugt undir þessu tali bíður það ekki eftir aðgerðum. Það fer annað sé það í boði.“

Gylfi Magnússon viðskiptaráðherra sagði á þingi í fyrradag blasa við að starfsmenn bankanna væru of margir miðað við umsvifin. Bankastofnunum myndi fækka frá því sem nú er, þó að engar ákvarðanir hafi verið teknar.

„Við óskuðum eftir því við síðustu ríkisstjórn að hún færi hægt í þessa umræðu á meðan verið væri að byggja bankana upp, því mikilvægt væri að skapa ró,“ segir hann og óskar þess að viðskiptaráðherra og þingmenn sem svona tali kynni sér fjölda starfsmanna bankanna nú og fyrir útrás þeirra.

Friðbert bendir á að starfsmönnum banka og sparisjóða hafi fækkað um 1.300 á árinu 2008 og það sem af er árinu. gag@mbl.is