BANDARÍSK stjórnvöld eru að undirbúa að láta framkvæma svonefnt álagspróf fyrir stærstu banka landsins.
BANDARÍSK stjórnvöld eru að undirbúa að láta framkvæma svonefnt álagspróf fyrir stærstu banka landsins. Er ætlunin að leiða í ljós hvort bankarnir séu í nógu sterkri stöðu til að takast á við hugsanlega erfiðari horfur í efnahagslífinu, ef ástandið versnar frá því sem nú er. Vilja stjórnvöld að það liggi fyrir hvort bankarnir þurfi á enn frekari aðstoð að halda. gretar@mbl.is