Ólöf Nordal
Ólöf Nordal
VIÐFANGSEFNI fyrirlestrar Listasafns Reykjavíkur, sem haldinn verður í Hafnarhúsinu kl. 20 í kvöld, er tengt hinu veraldlega valdi, innbyggðum táknmyndum í byggingum stjórnsýslu og valdhafa.

VIÐFANGSEFNI fyrirlestrar Listasafns Reykjavíkur, sem haldinn verður í Hafnarhúsinu kl. 20 í kvöld, er tengt hinu veraldlega valdi, innbyggðum táknmyndum í byggingum stjórnsýslu og valdhafa.

Á fyrirlestrinum munu Sigurður Einarsson arkitekt og myndlistarmennirnir Hafdís Helgadóttir og Ólöf Nordal hvert um sig kynna aðkomu sína að Skálanum, nýlegri viðbyggingu við Alþingishús Íslendinga við Austurvöll þar sem form, rými og myndverk byggingarinnar vinna í sameiningu með nýja túlkun á gömlum ímyndum tengdum landi og þjóð. Aðgangur er ókeypis.