UM helgina stendur Hundaræktarfélag Íslands fyrir hundasýningu í Reiðhöllinni í Víðidal. Fleiri en 800 hundar af yfir 90 hundakynjum verða dæmdir á sýningunni. Dómar hefjast kl. 9:00 báða dagana og standa fram eftir degi.
UM helgina stendur Hundaræktarfélag Íslands fyrir hundasýningu í Reiðhöllinni í Víðidal. Fleiri en 800 hundar af yfir 90 hundakynjum verða dæmdir á sýningunni.
Dómar hefjast kl. 9:00 báða dagana og standa fram eftir degi. Fimm dómarar frá fimm löndum, Bretlandi, Hollandi, Írlandi, Sviss og Svíþjóð munu dæma keppnina. Úrslit á sunnudegi hefjast kl. 14:00 og kemur þá í ljós hvaða hundar bera af að mati dómara.