Í Sól Guðbjörg Gunnarsdóttir
Í Sól Guðbjörg Gunnarsdóttir
GUÐBJÖRG Gunnarsdóttir, markvörður sænska knattspyrnuliðsins Djurgården, dvelur mun lengur á Algarve í Portúgal en aðrar landsliðskonur Íslands.

GUÐBJÖRG Gunnarsdóttir, markvörður sænska knattspyrnuliðsins Djurgården, dvelur mun lengur á Algarve í Portúgal en aðrar landsliðskonur Íslands. Hún kom þangað á sunnudaginn var með liði sínu og dvelur á staðnum fram yfir leiki Íslands í Algarve-bikarnum en sá síðasti er leikinn 11. mars.

Íslenska landsliðið kemur að öðru leyti saman á Algarve mánudagskvöldið 2. mars en það mætir Noregi í fyrsta leik keppninnar miðvikudaginn 4. mars.

Guðbjörg mun leika tvisvar gegn bandaríska landsliðinu á Algarve því á laugardaginn kemur spilar Djurgården æfingaleik gegn því. Ísland mætir síðan liði Bandaríkjanna, efsta liðinu á heimslista FIFA, föstudaginn 6. mars.

Guðbjörg gekk í raðir Djurgården frá Val í vetur og landsliðskonan Guðrún Sóley Gunnarsdóttir úr hefur ákveðið að taka tilboði félagsins.

vs@mbl.is