Torfi Fannar
Torfi Fannar
LISTAMAÐURINN Torfi Fannar Gunnarsson opnar aðra einkasýningu sína í Hugmyndahúsi háskólanna við Grandagarð á morgun, þar sem Saltfélagið var áður.
LISTAMAÐURINN Torfi Fannar Gunnarsson opnar aðra einkasýningu sína í Hugmyndahúsi háskólanna við Grandagarð á morgun, þar sem Saltfélagið var áður. Hann hefur nýlokið námi sínu í myndlist við Gerrit Rietveld Academie í Amsterdam og er sýningin afrakstur vetrarins í skólanum. Markmið hans er að brjóta niður mörkin á milli myndlistar, skúlptúrs og ljósmyndunar og hinna nýju miðla stafræns hljóðs og myndbandalistar. Einnig fæst hann við afstæðiskenningu Einsteins og skammtafræði í tengslum við hinn æðri mátt svo eitthvað sé nefnt.