[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Þóra Björg Helgadóttir og samherjar í Kolbotn héldu áfram sigurgöngunni í norsku úrvalsdeildinni á laugardaginn. Þær burstuðu botnliðið Fortuna Ålesund , 8:1, og eru áfram á toppi deildarinnar, einu stigi á undan Röa sem vann Sandviken , 2:1.

Þ óra Björg Helgadóttir og samherjar í Kolbotn héldu áfram sigurgöngunni í norsku úrvalsdeildinni á laugardaginn. Þær burstuðu botnliðið Fortuna Ålesund , 8:1, og eru áfram á toppi deildarinnar, einu stigi á undan Röa sem vann Sandviken , 2:1.

Margrét Lára Viðarsdóttir lék síðustu 35 mínúturnar með Linköping sem vann Kopparbergs/Göteborg á útivelli, 1:0, í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í gær. Liðin höfðu þar með sætaskipti og Linköping komst í annað sætið. Dóra Stefánsdóttir lék síðustu 20 mínúturnar með Malmö sem vann Hammarby á útivelli, 1:0, og Malmö er í fjórða sæti, tveimur stigum á eftir Linköping.

Kristín Erna Sigurlásdóttir skoraði tvívegis í framlengingu þegar 1. deildar lið ÍBV vann óvæntan útisigur á úrvalsdeildarliði Aftureldingar/Fjölnis , 3:1, í 2. umferð bikarkeppni kvenna í knattspyrnu á laugardaginn. Eyjakonur hafa þar með slegið tvö úrvalsdeildarlið úr keppninni því þær burstuðu GRV , 5:0, í 1. umferðinni. ÍBV er komið í átta liða úrslit ásamt Stjörnunni, Völsungi og Fylki en fjögur efstu liðin í úrvalsdeildinni í fyrra fóru beint þangað.

G unnhildur Yrsa Jónsdóttir skoraði tvívegis fyrir Stjörnuna sem vann ÍR örugglega, 5:0, í uppgjöri úrvalsdeildarliðanna. Fylkir þurfti framlengingu til að sigra 1. deildar lið Hauka , 3:1, þar sem Anna Björg Björnsdóttir innsiglaði sigurinn. Guðlaug S. Magnúsdóttir skoraði tvívegis fyrir Völsung sem vann Sindra , 4:1, í viðureign 1. deildar liðanna á Hornafirði . Völsungur er þar með kominn í átta liða úrslit keppninnar í fyrsta skipti í 27 ár.

Atli Heimisson skoraði öll þrjú mörk Asker þegar lið hans vann Bossekop á útivelli, 3:2, í norsku 2. deildinni í knattspyrnu í gær. Lið hans og Andra Steins Birgissonar er í 6. sæti af 14 liðum í sínum riðli deildarinnar. Atli fór til Asker í vetur en hann lék með ÍBV í 1. deildinni tvö síðustu árin.