ÖKUMAÐUR kastaðist út úr bíl sínum eftir bílveltu á Þingvallavegi á Mosfellsheiði í gær. Slysið varð skammt vestur af Gljúfrasteini á sjöunda tímanum. Ökumaðurinn virtist ekki hafa verið í bílbelti og kastaðist því út úr bílnum.

ÖKUMAÐUR kastaðist út úr bíl sínum eftir bílveltu á Þingvallavegi á Mosfellsheiði í gær. Slysið varð skammt vestur af Gljúfrasteini á sjöunda tímanum. Ökumaðurinn virtist ekki hafa verið í bílbelti og kastaðist því út úr bílnum.

Hann var töluvert slasaður en þó með meðvitund þegar lögreglu og sjúkralið bar að. Ökumaðurinn var fluttur á slysadeild Landspítala – háskólasjúkrahúss í Fossvogi.

Þingvallavegi var ekki lokað vegna slyssins en töluverðar tafir urðu á umferð vegna þess.