Vaclav Havel
Vaclav Havel
VACLAV Havel, fyrrum forseti Tékklands, hefur einbeitt sér að daðri við listagyðjuna eftir að störfum fyrir þjóð hans lauk. Hann var fyrsti forseti landsins eftir fall kommúnismans.

VACLAV Havel, fyrrum forseti Tékklands, hefur einbeitt sér að daðri við listagyðjuna eftir að störfum fyrir þjóð hans lauk. Hann var fyrsti forseti landsins eftir fall kommúnismans.

Hin 72 ára gamli Havel, sem var þekkt leikritaskáld þegar hann fór í út í pólitík árið 1989, hefur ákveðið að leikstýra sjálfur kvikmynd sem gera á eftir nýjasta verki hans, Brottförin.

Tökur myndarinnar hefjast á næsta ári en leikritið var frumsýnt í Archa-leikhúsinu í Prag í maí í fyrra. Um svipað leyti gekkst Havel undir skurðaðgerð á hálsi.

Leikritið er það 19. sem Havel skrifar en það fjallar um heim sem er að hruni kominn og hvernig valdamikill maður glatar lífsviljanum þegar hann missir völd sín.