Megan Fox Er nú skotspónn slúðurpressunnar fyrir að hafa ekki tekið eftir unga aðdáandanum með rósina.
Megan Fox Er nú skotspónn slúðurpressunnar fyrir að hafa ekki tekið eftir unga aðdáandanum með rósina. — Reuters
UNGUR aðdáandi Megan Fox er miður sín eftir að hafa misst tvisvar af tækifæri til þess að hitta stjörnuna.

UNGUR aðdáandi Megan Fox er miður sín eftir að hafa misst tvisvar af tækifæri til þess að hitta stjörnuna. Drengurinn komst óvænt í fréttirnar í síðustu viku þegar ljósmynd af honum frá frumsýningu nýjustu Transformers-myndarinnar í London haldandi á hvítri rós komst í blöðin. Á myndinni er eins og Megan sé að hunsa hann viljandi og var pilturinn miður sín.

Í viðtali skömmu eftir viðburðinn var Megan spurð út í myndina og bað hún drenginn afsökunar á að hafa ekki tekið eftir honum. Málið vatt upp á sig og drengnum var flogið yfir til New York af Kodak-umboðinu til þess að hitta stúlkuna þar sem hún átti að koma fram í spjallþætti sem hún svo aflýsti á síðustu stundu. Drengurinn fór því fýluferð yfir Atlantshafið.