MIKIL ölvun var í umdæmi Selfosslögreglu í fyrrinótt. Slagsmál brutust m.a. út á Eyrarbakka og Hvolsvelli og gistu tveir fangaklefa á Selfossi vegna þeirra en einn á Hvolsvelli.

MIKIL ölvun var í umdæmi Selfosslögreglu í fyrrinótt. Slagsmál brutust m.a. út á Eyrarbakka og Hvolsvelli og gistu tveir fangaklefa á Selfossi vegna þeirra en einn á Hvolsvelli.

Tildrög slagsmála eru ekki ljós en að sögn varðstjóra var mikið um að fólk hafi verið að atast í næsta manni. Líkamsárás var kærð í kjölfar slagsmálanna á Eyrarbakka. Sá sem kærði reyndist hinsvegar stjórnlaus í skapinu og var hann annar þeirra sem fékk að sofa úr sér í fangaklefa lögreglunnar á Selfossi.