Vor Frelsers-kirkjukórinn
Vor Frelsers-kirkjukórinn
Á MORGUN heldur danskur kór úr Vor Frelsers-kirkju í Álaborg tónleika í Akureyrarkirkju. Það er danski organistinn Solveig Brandt Særkjær sem stjórnar. Kórinn er skipaður átta metnaðarfullum söngvurum sem syngja við allar guðsþjónustur safnaðarins.

Á MORGUN heldur danskur kór úr Vor Frelsers-kirkju í Álaborg tónleika í Akureyrarkirkju. Það er danski organistinn Solveig Brandt Særkjær sem stjórnar.

Kórinn er skipaður átta metnaðarfullum söngvurum sem syngja við allar guðsþjónustur safnaðarins. Þrír aukasöngvarar, er stunda tónlistarnám á háskólastigi, bætast í hópinn í Íslandsferðinni.

Kórinn heldur þrenna tónleika hér á landi en einnig heimsækir hann Vestmannaeyjar og Reykjavík. Kórinn syngur við messu í Hallgrímskirkju þann 6. júlí.