Baldvin Leifur Ásgeirsson, fv. framkvæmdastjóri, fæddist á Gautsstöðum á Svalbarðsströnd 23. september 1917. Hann lést á Sjúkrahúsinu á Akureyri 28. október 2009. Foreldrar hans voru hjónin Sigrún Jóhannsdóttir, f. 9.9. 1874, d. 21.5. 1941, og Ásgeir Stefánsson, f. 6.5 1868, d. 10.2. 1964. Systkini Baldvins Leifs voru Elín, f. 10.2. 1895, d. 1987, Jenný, f. 29.10. 1898, d. 1995, Stefán, f. 5.2. 1902, d. 1993, Jóhann Gauti, f. 3.11. 1903, d. 1922, Baldvin Leifur, f. 6.2. 1906, d. 1911 og Skarphéðinn, f. 3.3. 1907, d. 1988. Baldvin Leifur kvæntist 1. október 1939 Heklu Ásgrímsdóttur frá Akureyri, f. 25. mars 1919, d. 4. september 2004. Þau bjuggu allan sinn búskap á Akureyri, síðast til heimilis að Furulundi 15c, Akureyri. Þau eignuðust átta börn sem öll eru á lífi: 1) Ívar tæknifræðingur, f. 19.11. 1939, var kvæntur Jóhönnu Steindórsdóttur, þau eiga þrjú börn: Ómar, maki Hildur Alma Björnsdóttir, þau eiga þau tvö börn og tvö barnabörn, Baldvin Leifur, maki Steiney Kristín Ólafsdóttir, þau eiga 4 börn, og Hekla Björk. Síðari kona var Eva Baldvinsson frá Filippseyjum, þau eiga tvo syni: Ásgeir Vincent og Ásgrímur Hervin 2) Valur rafvirkjameistari, f. 9.1. 1941, kvæntur Sigrúnu Bernharðsdóttur. Börn þeirra eru: Bernharð, maki Elva María Káradóttir, þau eiga tvo syni, Hilmir, maki Gunnhildur Magnúsdóttir, þau eiga sex börn, og Vala. 3) Óttar rafvélavirki, f. 15.4. 1944, var kvæntur Ragnheiði Sigfúsdóttur, þau eiga fjögur börn: Þórunn, maki Jón Sveinsson, þau eiga þrjú börn og eitt barnabarn, Sigfús, maki Helga Ósk Einarsdóttir, þau eiga 2 börn, Úlfhildur, maki Arnar Sigmundsson, þau eiga þrjú börn, og Snorri, maki Aðalheiður Rúnarsdóttir, þau eiga þrjú börn. 4) Ásrún innheimtuftr., f. 29.11. 1945, var gift Gunnari Sigurðssyni, börn þeirra eru: Örn, maki Helga Rún Guðmundsdóttir, þau eiga tvö börn, og Ella María, á einn son, faðir Gunnar Karl Gunnarsson. 5) Vilhjálmur prentari, f. 4.1. 1949, kvæntur Vigdísi Skarphéðinsdóttur, þau eiga tvær dætur: Svava og Hekla, maki Hlynur Pétursson, þau eiga tvö börn. 6) Gunnhildur leiðbeinandi, f. 6. júlí 1950, var gift Þresti Guðjónssyni, dætur þeirra eru: Bergljót, maki Jón Ívar Rafnsson, þau eiga tvö börn, Ása Sigríður, á einn son, sambýlismaður Jóhann Jóhannsson, hann á tvö börn, og Margrét Kristín. 7) Aðalbjörg framkvæmdastj., f. 4.3. 1952, giftist Björgvini Ingimari Friðrikssyni, fv. framkvæmdastjóra, f. 31.1. 1951, d. 29.8. 2008, börn þeirra eru: Elvar, maki Aldís Ósk Óladóttir þau eiga þrjá syni, Eva, maki Andrés Þór Björnsson, þau eiga þrjú börn, og Ómar, maki Ragnheiður Birgisdóttir, þau eiga þrjá syni. 8) Stefán Jóhann, f. 12.7. 1953, maki Árdís Gunnur Árnadóttir, þau eiga fjögur börn: Baldvin, móðir Erla Stefánsdóttir, Árni, Atli Steinn og Sigurður Árni. Ungur maður var Baldvin Leifur kominn í vinnu og má þar fyrst nefna vinnu fyrir Bretana á hernámsárunum, einnig vann hann hjá bróður sínum Skarphéðni við smíði leikfanga. Hann stofnaði sína eigin leikfangaverksmiðju sem hét Leifs-leikföng og starfaði við leikfangasmíði í 25 ár, hann stofnaði einnig Þvottahúsið Mjallhvíti til húsa á Hólabraut 18 á Akureyri sem starfrækt var í 25 ár. Baldvin gekk í Oddfellowregluna 1957 og var atkvæðamikill í starfi. Útför Baldvins fer fram frá Akureyrarkirkju í dag, 5. nóvember 2009, og hefst athöfnin kl. 13.30.

Komið er að leiðarlokum á farsælu ferðalagi  afa sem staðið hefur í 92 ár.  Samferðamenn  hafa komið og  farið.   En sú sem mest áhrif hafði á allt hans líf hefur nú tekið á móti honum og  mun verða honum samferða áfram á nýjum slóðum um ókomna tíð, hún amma Hekla.  Farðu í friði.

Kallið er komið,

komin er nú stundin,

vinaskilnaðar viðkvæm stund.

Vinirnir kveðja

vininn sinn látna,

er sefur hér hinn síðsta blund.

/

Margs er að minnast,

margt er hér að þakka.

Guði sé lof fyrir liðna tíð.

Margs er að minnast,

margs er að sakna.

Guð þerri tregatárin stríð.

/

Far þú í friði,

friður Guðs þig blessi,

hafðu þökk fyrir allt og allt.

Gekkst þú með Guði,

Guð þér nú fylgi,

hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.

/

Grátnir til grafar

göngum vér nú héðan,

fylgjum þér, vinur. Far vel á braut.

Guð oss það gefi,

glaðir vér megum

þér síðar fylgja' í friðarskaut.

(Valdimar Briem.)

Hekla Vilhjálmsdóttir og fjölskylda.

Mig langar að kveðja hann afa Baldvin. Hann var alltaf glaður og góður

þegar ég hitti hann og alltaf eitthvað að stússa þó hann væri orðinn 92

ára gamall. Nú er hann kominn til ömmu Heklu sem hann hefur saknað

síðan hún dó árið 2004. Meðan ég man eftir afa er hann til fyrir mér.

Far þú í friði,

friður Guðs þig blessi,

hafðu þðkk fyrir allt og allt.

Gekkst þú með Guði,

Guð þér nú fylgi,

hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.

(V.Briem.)

Guð geymi þig afi minn.

Þín

Svava.