21. nóvember 2009 | Íþróttir | 143 orð | 1 mynd

Viggó sagt upp hjá Fram

Viggó Sigurðsson
Viggó Sigurðsson
VIGGÓ Sigurðssyni var í gær sagt upp starfi sem þjálfari karlaliðs Fram í handknattleik. Fram situr á botni N1-deildar karla með tvö stig að loknum sex leikjum.
VIGGÓ Sigurðssyni var í gær sagt upp starfi sem þjálfari karlaliðs Fram í handknattleik.

Fram situr á botni N1-deildar karla með tvö stig að loknum sex leikjum.

Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins hefur þjálfarinn nú þegar fengið fyrirspurn frá liði í Þýskalandi.

„Ég virði þess ákvörðun stjórnar handknattleiksdeildar og óska liðinu alls hins besta með þeirri ósk að sá sem tekur við af mér takist að snúa gengi liðsins til betri vegar,“sagði Viggó í gær. „Það fóru fimm leikmenn frá liðinu s.l. sumar og liðið var of veikt þegar keppnistímabilið hófst. Ég lagði til við stjórnina að við myndum fá 3-4 leikmenn í janúar en þeir höfðu aðra sýn á liðið en ég. Það var því rétt að leiðir skildu,“ sagði Viggó.

Liðið leikur bikarleik gegn ÍBV í Vestmannaeyjum í dag og mun Einar Jónsson sem var aðstoðarþjálfari Viggós stýra liðinu í þeim leik. iben@mbl.is

Fletta í leitarniðurstöðum

Aðgangsupplýsingar

Notandi:Þú ert ekki innskráð(ur).
Greinin: Þessi grein er ókeypis þar sem hún er eldri en þriggja ára.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.