Garðaskoðun Auðnutittlingur hefur komið sér makindalega fyrir í tré.
Garðaskoðun Auðnutittlingur hefur komið sér makindalega fyrir í tré.
DAGANA 29. jan.-1. feb. stendur Fuglavernd fyrir garðfuglaskoðun þar sem landsmenn eru hvattir til þess að skoða og skrá fjölda og tegundir fugla í görðum. Átt er við þá fugla sem eru í görðunum en ekki þá sem fljúga yfir.

DAGANA 29. jan.-1. feb. stendur Fuglavernd fyrir garðfuglaskoðun þar sem landsmenn eru hvattir til þess að skoða og skrá fjölda og tegundir fugla í görðum. Átt er við þá fugla sem eru í görðunum en ekki þá sem fljúga yfir. Markmiðið er að afla upplýsinga um hvaða tegundir eru til staðar en einnig að vekja athygli á fuglum og töfrum þeirra.

Af þessu tilefni býður Fuglavernd í fuglaskoðun á laugardag nk. kl. 14 þar sem hist verður á bílastæðinu við Fossvogskirkjugarð. Allir eru velkomnir.