Ertu viss? kemur út að nýju
Ertu viss? kemur út að nýju
FORLAGIÐ hefur gefið út að nýju bókina Ertu viss?

FORLAGIÐ hefur gefið út að nýju bókina Ertu viss? en í henni fjallar sálfræðiprófessorinn Thomas Gilovich um skynsemi og skynsemisbresti í daglegu lífi, bregður ljósi á ranghugmyndir af ýmsu tagi og skoðar vafasamar hugmyndir fólks um smáskammta-, náttúru- og huglækningar og dulsálfræðileg fyrirbæri. Einnig bendir hann á hvernig fólk geti bætt mat sitt á upplýsingum.

Ertu viss? kom fyrst út 1995 í þýðingu Sigurðar J. Grétarssonar sálfræðiprófessors, en hefur verið ófáanleg í áraraðir.