ANDLITSMYND af Jósef Stalín verður á flöskum nýs gosdrykkjar sem verður settur á markað í Rússlandi í næsta mánuði, að sögn rússneska dagblaðsins Komsomolskaja Pravda í gær.

ANDLITSMYND af Jósef Stalín verður á flöskum nýs gosdrykkjar sem verður settur á markað í Rússlandi í næsta mánuði, að sögn rússneska dagblaðsins Komsomolskaja Pravda í gær. Stalínsgosið, freyðandi drykkur með sítrónubragði, er á meðal nokkurra drykkja sem verða seldir í tilefni af 67 ára afmæli sigurs Rússa í orrustunni um Stalíngrad í síðari heimsstyrjöldinni.

„Ég tel að það verði eftirspurn eftir þessum drykk,“ sagði forstjóri fyrirtækisins Pivovar, sem framleiðir drykkinn.