FJÓRÐA plata Hot Chip, One Life Stand , hefur á sér fljótfærnisbrag. Hún hefði mátt bíða frekari innblásturs því aðeins um helmingur laganna á plötunni getur talist góður.

FJÓRÐA plata Hot Chip, One Life Stand , hefur á sér fljótfærnisbrag. Hún hefði mátt bíða frekari innblásturs því aðeins um helmingur laganna á plötunni getur talist góður. Restin rennur í gegn án þess að eftir þeim sé tekið, hefðbundið, óspennandi tölvupopp. Lögin „Thieves In The Night“, „I Feel Better“ og „One Life Stand“ féllu best í kramið hjá gagnrýnanda.

Fyrri plötur Hot Chip hafa vakið mikla eftirtekt, sett hljómsveitina á háan stall og þó að þessi felli hana kannski ekki mjög hátt af stallinum þá aflar hún þeim eflaust ekki nýrra aðdáenda.

Ingveldur Geirsdóttir