Erna Dansaði undir berum himni.
Erna Dansaði undir berum himni.
DANSVERKIÐ Talking Tree eftir Ernu Ómarsdóttur verður sýnt í einu virtasta leikhúsi Parísar, Theatre National de Chaillot, 11., 12. og 13. febrúar næstkomandi. Verkið var frumsýnt í hittifyrra í Brest í Frakklandi og hefur m.a.
DANSVERKIÐ Talking Tree eftir Ernu Ómarsdóttur verður sýnt í einu virtasta leikhúsi Parísar, Theatre National de Chaillot, 11., 12. og 13. febrúar næstkomandi. Verkið var frumsýnt í hittifyrra í Brest í Frakklandi og hefur m.a. verið sýnt á Íslandi, Ítalíu, í Finnlandi, Belgíu, Svíþjóð, Noregi, Sviss, á Spáni og víða um Frakkland. Í liðinni viku flutti Erna verkið Digging in the sand with only one hand í Raffinerie í Brussel en það var var frumflutt í fyrra á hátíðinni Dansand í Ostende. Þar var það sýnt undir berum himni á ströndinni (sjá mynd). Verkið er innblásið af Hallbirni Hjartarsyni.